Styttist í útgáfutónleikana

Þá er Hver stund með þér komin í allar helstu plötuverslanir á Íslandi og á tonlist.is 

Hér er svo hægt að hlusta á 4.des 1945: Anna María ásamt Svavari Knúti – 4.des 1945

Það styttist óðum í útgáfutónleikana en þeir verða fimmtudaginn 12.mars kl 20:00 í Salnum í Kópavogi. Miðasala á miði.is

IMG_2305

Hér má sjá ljóðin handskrifuð af afa í geisladiskahulstrinu. Einnig þessa fallegu mynd af þeim.

Vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum!

Anna María