Hver stund með þér

Hver stund með þér – ástarljóð afa til ömmu í 60 ár. Anna María ásamt Svavari Knúti (Each moment with you – my grandfathers love poems to my grandmother over 60 years. – Anna María and Svavar Knútur)

Album is out in Germany, Austria in Switzerland since January 8th. Buy the album on Nordic Notes webshop.

Album will be out in Iceland in February.

Öll ljóðin á geisladisknum eru ort af afa mínum, Ólafi Birni Guðmundssyni, á sextíu ára tímabili. Ljóðin eru ort til ömmu minnar, Elínar Maríusdóttur, og hafa þau ekki áður birst opinberlega. Ég sá þessi ljóð fyrst eftir að afi og amma voru bæði látin og finnst þau geyma mikinn fjársjóð um ástina og það fagra í heiminum, náttúruna, árstíðirnar og blómin. Ljóð afa til ömmu fela í sér fallegan boðskap um hvernig ástin getur haldist hrein og vaxið og dafnað í heila mannsævi. Þau hafa haft sterk áhrif á mitt líf og langaði mig að gera þau aðgengileg fleirum á þann hátt sem best liggur fyrir mér, með söng og tónlist. Í fyrra settist ég því niður við píanóið mitt í Kaupmannahöfn og hóf að semja og útsetja tónlist við ljóðin hans afa. Árangurinn af því er þessi plata. Vona ég að ljóðin muni þannig lifa áfram og veita öðrum þá gleði sem þau hafa veitt mér.

English: All the lyrics on the album are written by my grandfather, Ólafur Björn Guðmundsson, over a period of 60 years. He wrote the poems to my grandmother, Elín Maríusdóttir. I first discovered his poems after they both passed away and I think they are a great treasure about love and what is beautiful in this world. My grandfather’s poems have a great inspiring message about how love can stay pure and continue to grow over a whole lifetime. The poems have been a great inspiration to me and I wanted to make them accessible to more people, in the way I know best, through music and singing. Last year I sat down in front of my piano in Copenhagen and began writing and arranging the music to his poems, which became this album. I hope that my grandfather’s poetry will continue to live on and hopefully inspire more people like it has inspired me.

Anna María Björnsdóttir

 

Framhlið-rétt

 

Mynd6